Já hvort á maður að hugsa um sjálfan sig eða hinn aðilann í sambandinu ??
Þetta er spurningin sem ég er allra helst að velta fyrir mér núna. Því ég er búin að vera á föstu með strák í rúma tvo mánuði en þessir tveir mánuðir hafa verið mér soddan kvöl og pína því ég hef hugleytt mikið að slíta þessu sambandi því ég hef ekki sömu tilfinningar til stráksins (ég var alveg hrifin en ekki svona sjúklega ástfangin eins og hann var/er) sem ég var með einnig höfum við ekki sömu skoðanir varðandi sambönd. Hann t.d. er einn af þessum hösslerum og hefur bara hösslað á meðan við vorum í sambandinu en hanns útskýring á þessu er að hann sé bara viðkunnalegur.
En við erum lík að því leiti að ég er þannig líka nema ég hef bara ekkert verið að hössla og reynt að vera ekki að hugsa um aðra stráka. Svo útkoman hjá mér hefur verið sú að mér hefur líðið illa því ég er ekki þessi manneskja sem get bundið mig við einn strák í einu og sérstakleag ekki á sextánda ári en ég hef bara ekki getað hætt með honum því hann er búinn að vera plana framtíðina og eitthvað þvílíkt sem er frekar stressandi.
En ég lét vaða og sagði honum upp fyrir stuttu nema mér hefur aldrei liðið betur og loksins get ég notið lífsins og nýt þess að vera bara með mig á heilanum ekki hann, nema hann er vandmálið hann er alltaf að spurja mig hvort ég hugsi um hann og hvernig mér finnist þetta sambandslit og allt það en ég veit ekki hvernig hægt væri að svara þessu því hvort á maður að hugsa um sjálfan sig eða hinn aðilann ???
Vona ég að þið getið hjálpað mér eitthvað, ég er ekki að biðja um einhverja fullkomna laus en bara smá komment væri vel til komið :)
Ég er gagnrýnandi, og hef einstaka hæfileika og sá hæfileiki er að hafa alltaf rétt fyrir mér og eitthvað vit í því sem ég segi annað en sumir!!!