Mikið hjartanlega er ég sammála, sjálfur man ég eftir því að vera unglingur og vera alveg bálskotinn. Vitandi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga, leiðinlegt að sjá hvernig sumir eru að nýta sér það frelsi sem fylgir því að getað verið undir nafnleind.. Þó ég sé viss um að stjórnendur hérna séu að gera sitt besta í að eiða út öllum niðrandi kommentum þá er alltaf eitthvað sem sleppur í gegn og sést..
Unglingsárinn eru viðkvæm, það þarf í flestum tilvikum afskaplega lítið til að sjálfsöryggi hjá unglingum hrinji..
Ég skrifa nú yfirleitt ekkert hérna inn , frekar skoða og pæli en mér fynnst nóg komið af því að það sé verið að níða skóinn af fólki/krökkum sem að eru að leita hérna inn í góðri trú, að ráðum semað þau geta eftilvill ekki fengið neinstaðar annarstaðar. Þetta eru viðkvæm mál sem skipta þann sem er að tjá sig í flestum tilvikum miklu máli. Þannig er það nú bara með all marga að þeir eiga í erfiðleikum með að tjá sig og það að getað opnaðsig hér og leitað ráða án þess að það sé skitið yfir viðkomandi fynnst mér að ætti að vera sjálfsagður hlutur ..
Vissulega geta vandamál sema koma upp hjá krökkum og unglingum verið brosleg, en að vera að hneikslast á því að einhver sem er rétt búinn með 12 - 17 ár af lífinu sé í einhverjum vanda með ástarmálin sín… Ég seigi bara díses hvað eruð þið gömul eiginlega, í guðana bænum reynið allavega að sína þann andlega þroska að taka þessum greyjum fagnandi og beina þeim í rétta átt. Við sem eldri erum ættum að vera þakklát fyrir það unga fólk sem kemur og leitar okkar ráða því það er ekkert sjálfgefið að það sé hlustað á okkur eða tekið mark á. Þeir sem að hafa þurft að vinna í sona málum vita hvað þetta getur verið ofboðslega gefandi að geta hjálpað einhverjum á lífsleiðinni. Hugi.is er ekki vettvangur fyrir fólk til að láta öðrum líða illa eða reyna að vera eitthvað númer á netinu, þetta er kommúna af fólki sem kemur samann og skiptist á skoðunum og ráðum eftir því sem það á við, ekki skítkasti og niðurlægingum.. Það eru til sóðalegri vefir fyrir svoleiðislagað….
Keen