Þetta tengist ekki beint rómantík en ég læt vaða hérna. Þannig er mál með vexti að ég og vinkona mín vorum að rífast alveg heiftarlega í gær og hún er hætt að tala við mig. Svo var hún að tala við vin minn áðan og ég ‘overheard’ samtalið þeirra án þeirra vitundar en þar var hún að segja hversu mikill fáviti ég væri og að mér væri ekki treystandi lengur og að ég væri bara orðin plain old leiðinlegur. Mér finnst það skítt að hún geti ekki sagt mér þetta face2face en svona er þetta. Finnst ykkur að ég ætti að slíta öllu sambandi við hana sem er by the way erfitt því við ‘vinnum’ saman og hittumst þannig séð oft. Svo er það líka það að mér þykir enþá alveg ótrúlega vænt um hana og ég vildi óska að vinskapurinn gæti þróast í eitthvað eins og hann var fyrst þegar við kynntumst. Þegar ég heyrði þau vera að tala um mig þá leið mér eins og einhver hefði rifið úr mér hjartað, mér leið/líður alveg ömurlega.
Hvað á ég að gera?
Kv, Búálfurinn
Skítköst eru AFÞÖKKUÐ