Það verður að hleypa þessari grein inn því mig vantar svo ráð.
Sko, það er þannig að ég er með strák sem á heima frekar langt frá mér svo að við hittumst alls ekki oft. Samt erum við voðalega mikið hrifin af hvort öðru og þegar við erum saman finnst mér ég svo örugg. En það er samt eitthvað sem truflar mig. Þegar það líða margir dagar síðan við hittumst síðast þá er ég farin að pæla í öðrum strákum og ég er hrifin af öðrum strák núna. Ég veit ekki hvað ég á að gera af því að ef ég á séns í hinn strákinn þá er synd að hafna honum og halda áfram með strák sem ég hitti alveg ótrúlega sjaldan. Mér þykir svo vænt um kærastann minn og hann er svo rólegur og góður við mig og hann gerir allt til að ég sé ánægð en hinn strákurinn á heima miklu nær mér og ég er ástfangin upp yfir haus af honum en þekki hann ekkert, veit bara nafnið hans. Eins og þegar ég sá hann þá vorum við í einhverju augnaráðastríði hehe :) Ég er alveg ráðalaus og veit ekkert hvað ég á að gera, vinkona mín gaf mér það ráð að hætta með kærastanum mínum og fara að eiga einhvern séns í hinn. En ég hugsa stanslaust um þetta, dag og nótt og mér líður illa yfir þessu af því ég vil ekki missa kærastann minn. Mér finnst ég vera ömurleg að vera hrifin af öðrum á meðan ég er með hinum en ég er alveg ráðalaus og vantar sárlega hjálp strax. Er einhver sem er í sömu stöðu og ég eða hefur lent í þessu? Ef það er einhver mjög góður ráðgjafi hérna sem vill hjálpa mér þætti mér það alveg frábært en engin skítaköst.
Takk, 6teen