Það er svona ár síðan ég hitti þessa fallegu og geðveikt skemmtilegu stelpu, við byrjuðum saman og allt var frábært!
Fyrsta kærastan min EVER, vorum saman í 8 mánuði, og hættum saman.. nuna sit ég hérna fyrir framan tölvuna mina, alveg niðurbrotinn vegna þess að ég elska hana enþá! ég skil ekki hvernig ég gat látið þetta gerast :(
þegar við hættum saman þá ákváðum við að vera bara vinir eftir á, svo hitti ég hana ekkert fyrren eftir 2 mánuði aftur, og shit það var ekki auðvelt! mér leið hræðilega allan timan.. það er svo erfitt að vera vinur stelpu sem maður elskar og vill enþá vera með, en stelpan endugoldir engar tilfingar til baka! :(
vikur liðu og ég frétti svo að hún sé búin að eignast kærasta, og það vekur virkilega öfundsýkinnar! ég hef geðveikt oft spáð í það hvort það væri ekki bara mistök að reyna vera vinur og bara hætta alveg að hafa samband við hana, mér langar stundum til þess, svo bara get ég það ekki.. get ekki eitt henni af msn.. ekki einusinni það! :/
þetta er eitt af þeim verstu tegundum biturleika heims! :'(
ég er vissum að það er hellingur af gaurum þarna úti sem eru að ganga í geggnum það sama og ég, en mér finnst þetta svo erfitt að mig langar að heyra álit og ráðleggingar ef þið vilduð vera svo afmennileg :)
Takk fyrir.