Var að lesa í gegnum póstana og það eru svo margir neikvæðir eða fólk í vandræðum. Þegar maður skoðar sig um á hugi/romantik er næstum eins og ást snúist bara um vandræði.. sem mér finnst reyndar alltaf gaman að lesa um, vita hvað maður getur átt gott. En ég allavega hætti með kærastanum mínum fyrir um 2 mánuðum, þetta var erfitt tímabil .. við ræddum málin mikið, hann vildi meira en allt byrja með mér aftur en ég var efins, við rifumst, hittumst, sættumst, rifumst aftur því ég vildi enn ekki byrja með honum sökum þess að mér leið illa, vissi ekki hvað ég vildi og svo framvegis. Svo tók ég ákvörðun fyrir 2 vikum um að gefa þessu séns, það sakaði ekki því ég áttaði mig á því að ég bjó yfir svo miklum tilfinningum til hans eins og hann lýsti sínum tilfinningum í garð mín. Ég er rosalega fegin núna að hafa ákveðið þetta, ég er alltaf jafn spennt að hitta hann og mér líður svo rosalega vel með honum! virkilega hrifin af honum og allt er einfalega frábært :) held að þetta hafi bara þroskað okkur!
langaði bara svona að koma með nokkra ljósa punkta .. hlutir ganga oft upp að lokum.
And that's about it :) :p