Sælir veriði rómantíkusar.

Ég hef aldrei séð þetta áhugamál í jafn góðum höndum, það verður að segjast satt. Og það vil ég þakka tilkomu nýja stjórnandans, Jessalyn.

Svo ég rökstyðji nú mitt mál þá sjáum við t.d. hvað gömlu stjórnendurnir hafa alltaf verið óvirkir, allar síðustu stjórnenda aðgerðir á áhugamálinu hafa verið gerðar af þeim nýja. Síðust sjö eða átta greinar eru samþykktar af Jessalyn. Plús það eru greinarnar orðnar betri að mínu mati, kannski færri en það þýðir bara að það er ekki hverju sem er hleypt hingað inn. Og rusl greinum er ekki alltaf hent beint á korkana eins og forðum, ef þær eru algjört rusl þá er þeim einfaldlega eitt.

Auk þess eru kannanirnar orðnar miki gáfulegri og ég hef mjög gaman að því að skoða tenglana núna, úr því að nýji stjórnandinn er búinn að flokka þá svo betra sé að notfæra sér þá, og bæta við fullt af nýjum.

Ég vildi bara koma þessu á framfæri, vel að verki staði nýji stjórnandi og góður tími til að ráða nýjan stjórnanda á. :)