Sæl vertu!
Ég varð pabbi í fyrra (sem sagt 20 ára) og trúðu mér, ég veit alveg hvað gaurinn er að ganga í gegn um. 90% sjúklegur ótti og 10% ofsafengin eftirvænting… En hitt veit ég ekki, hvernig hann mun bregðast við því.
Ég ætla að leyfa mér að alhæfa obbulítið, en það skal tekið fram að þetta gildir engan vegin um alla, þetta er bara algengt og gæti varpað ljósi á aðstæðurnar:
Verðandi feður utan sambands: Kolruglaðir í hausnum og eins og við karlpeningurinn eigum til; ekkert allt of spentur fyrir ungabörnum. Líklega skíthræddur við/um; ábyrgðina, meðlögin, barnsgrátinn, heilsufar barnsins, pabbahelgar, hvort krakkinn kunni vel við hann o.s.frv. Vita ekkert hvað snýr upp eða niður, hugsa sífellt um hvað mun breytast þegar barnið kemur og hve mikið það mun breytast.
Kærustur verðandi feðrana utan sambanda: Skííííthræddar við barnsmóðurina. Óttast það allra mest að eitthvers konar hormónar eða annað sklíkt verði til þess að kærastinn dömpi sér fyrir barnsmóðurina. Taka sér reglulega smá tíma í það að sá illu í garð barnsmóðurinnar hjá kærastanum til þess að verja það sem þeirra er. Oftast ekkert rosalegt, bara smá skot á hitt og þetta í fari barnsmóðurinnar: “Hún hefur hrikalega fatasmekk”, “Ofboðslegur skaphundur getur hún verið”, “Mér finnst _____ sem hún er með á sér vera forljótt”, “sástu hvernig hún horfði á mig!?” “Ég sá hana niðri í bæ! Hún var örugglega pissfull með barnið í maganum!!”…. Svo ef það virkar ekki, þá getur þetta farið út í: “hún á eftir að reyna að banna þér að hitta krakkann”, “%/&%$ tík getur hún verið”, “Allt sem hún gerir sýnir vott um nísku og hefnigirni.” o.s.frv. Þegar maður rennir yfir þetta þá sýnist manni kanski að þær sé bara sjálfar #%&% tíkur, en í raun eru þær bara að vernda strákinn sinn og eru skíthræddar um að barnsmóðirin sé að plotta um að rífa hann af þeim.
Þannig að ég giska á að þetta sé kærastan hans og örlítið hann sjálfur líka ásamt rifrildunum ykkar. Það sem þið rífist um, mun barnsfaðirinn síðar spjalla um við kærustuna sína og hún mun verða ofboðslega hneiksluð yfir þinni hlið málsins. Þetta er bara náttúran.
Ég held að það sé best að reyna að dempa þessi rifrildi ykkar því þau eru eldsneyti fyrir fjarveru barnsfaðirsins. Reyna að frekar að bakka út úr rifrildunum og segja “æ, tölum um þetta seinna” eða hvað það nú er sem að virkar. Svo auðvitað minnast á þetta við gaurinn að þú viljir ekki missa hann frá þér sem vin. Þetta á eftir að ganga yfir eftir að barnið fæðist og allt fellur í fastar skorður á ný og barnsfaðirinn hættir að verða ringlaður og móttækilegur fyrir baktali og veseni. Kærastan mun kanski halda áfram uppteknum hætti, en gaurinn mun ekki gleypa það allt eins auðveldlega og áður.
Bottom line: Talaðu við gaurinn um áhyggjur þínar og reyndu að forðast árekstra. Það er bæði betra að gera upp á samskipti ykkar og svo borgar það sig einfaldega ekki að vera að æsa sig á meðgöngunni.