Það er í raun ekkert sem maður getur gert nema að kafa djúpt í sjálfan sig og finna út hvað það er sem lætur manni líða illa, því um leið og þú finnur uppruna vanlíðans þá geturðu ákveðið að þig langi ekkert að líða illa.
Að jafna sig eftir ástarsorg er aldrei auðvelt, aldrei. Mér er sama hvað sagt er með að það á aldrei að segja aldrei en þetta er bara staðreynd, því ef það er auðvelt þá er það ekki ástarsorg.
Áfengi leysir aldrei vandann, þú gleymir honum í smástund, en vandinn bíður bara eftir þér daginn eftir. Súkkulaði, held ég að sé með svipað, nema kannski að þú sleppir við hangover.
Ég hef gengið í gegnum eldinn tvisvar, það var í bæði skiptin algert helvíti, en ef maður brotnar ekki þá kemur maður út sterkari manneskja. Þetta er aldrei þægilegt, en ef maður reyndir og er ákveðin/nn þá getur maður það alveg.
Tíminn læknar öll sár, ekki alltaf eins hratt og maður vildi, en hann gerir það alltaf á endanum :) Just hang in there and you'll do fine
Speaking words of wisdom