Þannig er mál með vexti að ég á alveg rosalega góða vinkonu, við getum talað um allt milli himins og jarðar og líka bara setið saman og glápið upp í loftið. En núna fyrir stuttu var ég búinn að vera í alveg rosalega vondu skapi og hún var að spurja mig var væri að og þá gjörsamlega sprakk ég. Ég bókstaflega “öskraði” á hana um að láta mig í friði og húðskammaði hana þótt hún ætti það alls ekki skilið. Ég hafði bara þurft nokkurskonar útrás. Svo eftir þetta er hún gjörsamlega búin að útiloka mig, hún svarar mér ekki þegar ég hringi í hana, hún svara heldur ekki smsunum mínum og hún er búin að blokka mig á msn. Þetta er mjög óþægilegt og ég veit að ég kallaði þetta yfir mig og hún átti þetta sko ekki skilið og ég sé alveg hroðalega eftir þessu.
Þá spyr ég ykkur hugarar góðir, hvað get ég gert til að reyna að laga þetta?
kv. búálfurinn
p.s. skítköst og asnaleg komment eru afþökkuð.