Ég er 17 ára stelpa, og síðan ég byrjaði að “vera með” strákum hef ég lent í vandamálum, fyrsti kærastinn minn missti allan áhuga á mér eftir 2 vikur, en var með mér í 2 vikur í viðbót, og var allan tíman að vonast til að ég mundi segja honum upp.
Eftir það var ég að hitta alveg þó nokkra stráka en var aldrei í beint neinu sambandi. Allir þessir strákar notuðu mig, sögðu að þeim þætti svo vænt um mig og að ég væri svo æðisleg, einn meira að segja sagði bara við “já æj, mér bara vantaði bara að ríða” ég tók það náttúrulega mjög nærri mér.
Ég endaði á því að hætta að hitta stráka alveg! En svo núna á menningarnótt, hitti ég strák sem ég hafði alltaf verið soldið skotin í og við fórum að tala saman og fórum svo heim saman. Eftir það töluðum við saman á hverjum degi og hittumst næstum daglega. Við erum núna búin að vera “opinberlega” saman í aðeins meira en 2 vikur. Þetta er alveg yndislegur strákur sem mér þykir alveg ótrúlega vænt um.
Málið er að ég er bara svo óörugg, ég er svo viss um að hann eigi eftir að fara einn daginn og aldrei tala við mig aftur eins og hinir. Ég var nýlega greind þunglynd og með alvarlegan kvíða, ég tók því mjög nærri mér og hef átt alveg rosalega auðvelt með að brotna algjörlega niður, það gerðist einmitt áðan, þegar ég var að tala við kærastan minn, og ég sagði honum frá því hvað ég væri hrædd um að missa hann, hann fullvissaði mig um að hann væri ekkert að fara.
En ég get samt ekki annað en verið óörugg… er ég eitthvað skrítin? Er ég óvenjulega óörugg? Hafiði upplifað eitthvað svona?