Hæ elskurnar mínar. Vonandi hafiði eitthvað að segja við mig í sambandi við vandamálið mitt.
Þannig er mál með vexti að ég er frekar ung. Ég er semsagt 17 ára gömul. Í sumar gerði ég mikið af mistökum, kynntist mjög mikið af “frábærum” strákum og lét fara illa með mig. Núna vill svo skemmtilega til að ég er ástfangin….eða allavega held ég það….af strák sem býr ekki í þessu landi. Reyndar er þetta land mjög stutt frá Íslandi, en samt sem áður…útlönd.
Hann er ástfanginn af mér..og ég er á leiðinni að hitta hann á næstu mánuðum.
EN…svo er vandamálið. Ég kynntist í sumar manni sem er 26 ára gamall, hann er einn ótrúlegasti maður sem ég hef kynnst, og við höfum hist nokkrum sinnum. Við eigum eitthvað alveg stórkostlegt. Hann getur hinsvegar ekki verið með mér, og það er mjög persónuleg, flókin og löng saga að segja af hverju.
Við tölum mikið saman, og stundum finnst mér eins og ég hafi fundið þann rétta fyrir mig, þó að ég sé ung. En ég veit hinsvegar að við getum aldrei verið saman, og það er nánast alveg pottþétt. Ég hef verið í frekar löngu og nánu sambandi, ég hef elskað áður, ég þekki þessa tilfinningu. Þessi tilfinning sem ég finn á milli mín og þessa manns er sterkari.
Tilfinningar mínar til stráksins í útlöndum eru óskýrari, við þekkjumst minna, en við eigum nánast allt sameiginlegt. Ég veit að við gætum átt eitthvað alveg frábært, ég veit að tilfinningar mínar til hans eru á einhvern hátt mjög sterkar líka…en sú tilhugsun að geta ekki verið með hinum manninum er að naga mig að innan, og þetta er alltof erfitt mál að díla við.
Já…þetta er semsagt sagan mín, kannski meira svona að reyna að deila þessu með einhverjum sem ekki fer með þetta í ættingja mína og vini. Gott að koma þessu út. :)