Ást er bæði það besta og það versta sem getur nokkurntímann komið fyrir þig.
Hún getur verið besta vellíðunar tilfinning og hamingja sem þú nokkurntímann upplifir, en svo getur hún líka valdið stærstu sálarkvölum sem til eru þegar þú tapar henni.
Ást er tilfinning, ekkert annað. Hún er ekkert hlutlægt, hefur aldrei verið það og verður aldrei neitt annað.
Til ykkar sem sögðust aldrei segja orðin þrjú “ég elska þig” ja það er ykkar ákvörðun, en þið eruð að dæma orðin of hart, þetta er bara leið til að tjá dýpstu tilfinningar manns til annarar manneskju, að vera ástfanginn og að elska getur verið það sama, en að elska fer líka yfir fleira. Ég er sammála að þetta er í mörgum tilfellum ofnotuð setning, en það er ekki oft sem mér líður jafnvel og þegar ég fæ að heyra þessa setningu frá munni sem meinar það, og já það heyrist hvort það sé meining á bakvið það. Þeir sem hafa upplifað bæði ástina og sorgina þekkja strax muninn á raunverulegri játningu og tjáningu á ást og svo fake. Fyrir mér er að elska líkt og að vera á toppinum á væntumþyggjustiganum, nema bara þegar maður kemur á toppinn, þá virðist maður halda samt áfram upp og stiginn fer með manni :)
Speaking words of wisdom