sælt veri fólkið, ég á við smá vandamál að stríða, þannig er að það er stelpa að vinna með mér sem er alveg frábær, svo sæt og skemtileg og bara yndisleg við allt og alla, nema hvað að ég og hún höfum orðið ágætis vinir, við eigum alveg þvílíkt mikið sameiginlegt, nema að bara síðan ég sá hana fyrst get ég ekki hætt að hugsa um hana, ég er bara svo hrifin af stelpuni, alltaf þegar ég skutla henni heim þegar við erum búin að vera að hanga saman þá faðmar hún mig alltaf og eitthvað en ég bara þori ekkert að gera með þessari stelpu, þ.e.a.s. ég þori ekki að kyssa hana einu sinni (ég veit hvað þetta hljómar fáranlega) en málið er að ég er oftast svona gaur sem er alls ekki feimin við neitt né neinn, ég bara oftast er þvílíkt hreinskilin og frekkar straight forward gaur en bara ég þori ekki að segja stelpuni hug minn.
Ég vill alls ekki missa þessa vinkonu mína en hinsvegar þá vill ég ekki bara vera vinnur hennar. Þá spyr ég ykkur hvort ykkur finnst að ég ætti að láta vaða og sjá hvernig hún bregst við (segja henni hvað mér finnst) og eiga í hættu við að hún gæti orðið vandræðaleg eað eitthvað í kringum mig eða á ég bara að leyna þessum tilfiningum mínum ?
ekkert skítkast takk, og já varðandi stafsettningu, ég er lesblindur svo ekki dissa það heldur.
takk