Komiði sæl,
Ég ætla að segja ykkur frá mjög sérstakri sögu sem byrjaði 8. júni 2004.
Það var þannig að ég var að fara með ferju frá Seyðisfirði til Danmerkur þegar að ég rakst á alveg rosalega sæta stelpu, og ég bara bókstaflega hætti ekki að hugsa um hana meðan að við sigldum yfir Atlanshafið, og meira að segja meðan að við vorum í danmörku, þá var ég alltaf að hugsa um hana.
En svo mánuði seinna þegar ég kom aftur heim, og var á leiðinni út úr ferjunni, þá rekst ég á þessa stelpu og ég bara stari á hana, eins og að við þekkjumst, og ég var ekki frá því að hún starði á móti. Svo fór ég nú aðeins að velta henni fyrir mér, því að ég komst greinilega að því að hún var þá frá Seyðisfirði, en ég fann ekkert út úr því, ekki einusinni nafn.
Og svo í dag 12. september 2004 var ég á skólasetningu Menntaskólans á Akureyri, rekst ég ekki bara á þessa stelpu, og þúst, þessi tilfining að sjá hana, það var bara eins og að ég væri að sjá engil.
Núna er ég bara að drepast úr tilhlökkun yfir því að verða með þessari stelpu í skóla og vonandi fá að kynnast henni:).
Endilega spyrjið mig spurninga ef þið viljið vita meira um mitt rómantíska líf :)
Kv,