Okey, enn einu sinni segir einhver vinkona mín við mig “Afhverju ertu ekki í sambúð?” Í samhengi segir hún svo: “Maður getur bara talað endalaust við þig.” Þetta er náttúrulega enn eitt atriðið sem hjálpar mér við að finnast ég vera skilningsvana á kvenfólki. BTW. Þessi þarna hefur afsökun fyrir að finnast ég vera frábær en hafa engan þannig áhuga á mér. Hún vill stelpur…
Hvaða niðurstöðu á maður að draga af svona? Lengsta samband sem ég hef staðið í hefur verið ca. hálfur mánuður. Hér er eitthvað ekki að passa saman. Gaman að sjá hvort að ljósi verður brugðið á leyndardóma lífsins fyrir mig í frh. af þessu. :)