Halló…
Málið er það að það er eitthvað að ske á milli mín og eins stráks, eða ég held það allavega.

Ég kynntist honum fyrr í sumar þar sem ég var að heimsækja vinkonur mínar (þau eiga heima á sama stað). Svo höfðum við smá samband eftir það. Síðan stuttu seinna þá kom ég aftur í heimabæinn hans, bæði til að hitta hann og vinkonur mínar líka. Ég hitti hann flestalla dagana sem ég var þarna, og hann kyssti mig alltaf bless og svona, og var voða góður við mig… Og við eigum kannski eftir að hafa meira samband við hvort annað, hann var allavega mjög jákvæður fyrir því.

En málið er bara að ég hef lent illa í strákum hingað til, hef aldrei hitt einhvern góðan sem vill eitthvað með mig hafa, heldur bara hitt stráka sem hafa notað mig, og hef bara verið illa farin eftirá.

Og núna hitti ég góðan og sætan strák, sem virðist hafa áhuga á mér, og ég er svo geðveikt hrædd um að ég eigi eftir að klúðra þessu því að það hefur alltaf gerst hjá mér hingað til, að ég er að deyja! Nánast í hvert skipti sem ég hugsa um hann sem er frekar oft, þá fæ ég liggur við panikk-kast og ég hef bara þvílíkar áhyggjur af því að þetta fer út um þúfur eins og það hefur alltaf gerst hjá mér.

Hvernig get ég hætt því að hafa svona miklar áhyggjur af þessu??? :S Ég veit þetta virðist ekki vera mikið vandamál en það er það fyrir mér, og væri mjög þakklát ef þið gætuð gefið mér einhver góð ráð :)
kveðja,
friend
Ég finn til, þess vegna er ég