Some past just can not be forgotten…
Smá Vandamál...
Sko, þannig er það að ég byrjaði með strák fyrir 2 árum. Við erum hætt saman núna og hann sagði að það væri vegna þess að ég væri alltaf nöldrandi yfir því að ég væri alltaf brjáluð þegar hann væri með öðrum stelpum. En er það ekki í lagi? Er ekki í lagi að verða fúl þegar hann er alltaf með einhverjum stelpum, má maður ekki vera hræddur um að missa hann? Og ég missti hann. Þegar það gerðist þá var hann mikið að tala við stelpu sem býr frekar nálægt honum og ég var fúl af því að ég vildi ekki missa hann. Þá fékk hann nóg af mér og núna í dag vill hann alls ekki tala við mig. Svo að vandamálið er, var það rangt af mér að verða fúl, eða var í lagi að ég væri hrædd um að missa hann? Plís, sleppið skítaköstum ef þið hafið einhver =S