Sælir kæru hugarar. Þetta átti reyndar ekki að vera svona langt en þegar ég byrjaði að skrifa varð þetta að heilli ritgerð, sorry.
Mig vantar ráð frá ykkur og ekki svara ef þið ætlið bara að vera með skítkast.
Málið er þannig að ég og kærastan mín hættum saman 29. maí eftir að hafa verið saman í 3 ár og 8 mánuði.
Það var hún sem ákvað að slíta sambandinu en sagðist samt elska mig og vera enn hrifinn af mér (var samt farið minnkandi). Hún þurfti að losna að vera í sambandi í bili. Ég var fyrsti kærastinn hennar og má segja að hún sé mín fyrsta ( var með einni stelpu í mánuð einu sinni). Hún útilokaði samt ekki að byrja saman aftur (eins við værum bara í pásu).
Hún vildi samt halda vinasambandinu þar sem að við vorum bestu vinir og hefur það gengið mjög vel að halda því.
Eftir að við hættum saman voru greinilega miklar tilfinningar á milli okkar til að byrja með. Við gátum líka talað rosalega opinskátt um sambandið okkar og töluðum um allt sem gerðist í sambandinu okkar.
Ég viðurkenni að ég hef kannski verið stundum soldið uppáþrengjandi við hana með að tala um sambandsslitin, er rosalega ósáttur við að þetta gerðist. Ég er samt hættur því núna.
Allavega aðalmálið er það að hún fór út til Portúgal í hálfan mánuð með vinkonum sínum og allt gott og blessað með það, við þurftum soldið breik frá hvoru öðru eftir sambandsslitin.
Ég hélt að það mundi hjálpa mér að komast yfir hana, en það hjálpaði mér ekkert, ég saknaði hennar svo mikið, og ég vildi miklu meira fá hana til baka heldur en hitt.
Svo þegar hún kom heim talaði ég við hana og sagði henni hversu mikið ég saknaði hennar og elskaði hana mikið ennþá og það væri ekkert á leiðinni að fara minnka. Hún sagði mér hins vegar að það mundi ekkert gerast aftur og hún hefði ekki lengur áhuga á sambandi við mig. Hún vildi samt halda vináttunni áfram, ég má ekkert reyna við hana ef við eigum að geta verið vinir.
Hvað á ég að gera, ég er að deyja úr ást (og ástarsorg) og vill ekkert annað en hana til baka. Ég er bara ekki tilbúin að fórna næstum 4 árum sem við áttum saman. Það bara svo furðulegt að vera bara vinur hennar eftir allt sem við höfðum upplifað saman.
Á ég bara að reyna að gleyma þessu eða halda í vonina og vona að góð vinátta leiði til sambands á ný.
Takk fyrir að nenna að lesa þetta
<br><br>ÞRI #4339