Ojæja, þá er mín aftur búin að koma sér í karlavesen og ekki búin að vera á landinu nema viku og hálfa, hvernig fer ég að þessu? Hlýtur að vera einskonar gáfa?

En já, hérna eru málin.

Þegar ég fór til Austurríkis til að vinna þá var ég nýbúin að eignast vin sem mér þykir virkilega vænt um og það er næstum scary fyrir mig hvað mér þykir vænt um hann því það eru ekki margir sem ég hleypi svona nálægt mér eins og hann hefur fengið að komast, en ég hélt bréfa, síma og sms sambandi við þennan strák allan tíman sem ég var þarna úti og við vorum like, alltaf að tala saman, vorum bara vinir sem ræddum um öll hjartans mál og já erum sammála um margt.
Ég kom hérna heim þann 7 júlí og hitti þennan strák minnir mig samdægurs og við kúrðum saman þessa nótt, þurfti sko virkilega á því að halda að hafa vin minn hjá mér og halda utan um mig, búin að vera rosalega einmanna á meðan ég var þarna úti, en þessa nótt þá svona snéri hann sér frá mér og ég varð pínu sár en ok, ég skildi alveg að hann þyrfti að sofa (vinna daginn eftir). Laugardaginn eftir þetta sótti hann mig heim til mín sem er btw svolítið frá höfuðbörginni og ég gisti aftur hjá honum en sem og hina nóttina snéri hann sér aftur frá mér… núna var mín meira en lítið sár, snéri mér út í horn og leyfði nokkrum tárum að læðast en ég fann að það var eitthvað sem var að þjaka hann, hafði það SVO á tilfinningunni.
Á sunnudeginum fór ég bara aftur heim, fékk far með frænku sem býr á sama stað og ég, en seint þetta kvöld þá hringdi þessi strákur í mig og sagði mér að hann væri bara svo ótrúlega hræddur við skuldbindingu (ég vil ekki binda mig heldur) að það hvað við vorum náin var farið að hræða hann, þarna varð ég fyrst leið og down og sár, en satt skal segja ég er ekki svo sár lengur en mér finnst verst að ég er svo hrædd um að missa hann sem vin því að þessi strákur er bara einn af þeim sem ég treysti mest í veröldinni og það að treysta karlmönnum er ekki svo auðvelt fyrir mig vegna hluta sem þegar hafa verið ræddir hérna.

Ég vona bara að ég muni eiga þennan strák sem vin, en það er hans val en það er eitthvað sem ég RAUNVERULEGA vona!

kv. Taran