Ég vil taka það fram að ég er ekki að leita af “ráðum” heldur vil ég vita hvað ykkur finnst um hvað ég hef að segja.
Og til að sem fæstir misskilja þetta þá mun ég byrja á byrjunni:
Fyrir rúmu ári byrjaði ég með stelpu(köllum hana Önnu) og var með henni í nokkra mánuði. Þar kom að því að við hættum saman og höfum ekki talað mikið saman síðan en erum á vina nótunum þegar við hittums. Anna kemur ekkert meira við í þessari frásögn en skiptir máli í framhaldinu.
Lísa er gömul vinkona Önnu(þær voru allavega bestu vinkonum, sá fullt af myndum af þeim þegar þær voru yngri) sem vil svo til að vinnur með mér og hefur gert það síðasta árið. Lísa þessi er mjög góð stelpa, sæt og skemmtileg, en þar sem Lísa og Anna eru vinkonur þá leit ég aldrei á Lísu sem mögulegan maka. Ég bara reyni EKKI við vinkonur minnar fyrrverandi, hef verið með sitthvori vinkonu áður og það endaði ekki vel og vegna þess mun ég aldrei gera það aftur.
Rósa er vinkona Lísu en þekkir Önnu mjög lítið svo að það stangast ekki við mína trú. Rósa kemur með Lísu í vinnuparty og það byrja fljótlega að neista á milli mín og Rósu. Allt kvöldið eru við í hvort öðru svo það fer ekki á milli mála hjá neinum að við erum að smella saman. Kveldið endar svo að allir fara til síns heima en ég er komin með síma númerið hjá Rósu.
Við tölum saman næstu 2 daga og ákvörðum að hittast þann 3, en að kveldi 2 daginn þá hittast þær Lísa og Rósa og biður Lísa hana Rósu að ekki hitta mig aftur vegna þess að hún sé hrifin af mér. Hún hittir mig nú samt vegna þess að hún veit að ég mundi aldrei ganga neitt lengra með Lísu en vinur. Og núna er talar Lísa ekki við Rósu og vinkonur þeirra halda allar með Lísu á þeim forsendum að þú reynir ekki við gaur sem vinkonan þín er hrifin af, EN það er málið, ENGIN vissi að Lísa væri hrifinn af mér fyrr en eftir að ég og Rósa byrjuðum að hittast.
Svo ég spyr ykkur hvað ykkur finnst um þetta mál.
Eru ég og Rósa að gera eitthvað rangt af okkur eða er Lísa ósamgjörn við Rósu?
Vil taka það fram að öllum nöfnum voru breytt :)