Ég hef verið að “deita” einn strák en ég hef ekki enn þorað að spurja hvort við séum saman.
Mér finnst eitthvað hallærislegt við það.
Mig langaði þess vegna að spurja hvenær maður er saman?
Ég hef nú hitt hann þó nokkuð oft og við höfum kyssts svona smá ekkert svakalega neitt, en hef nú alveg kysst hann.
Segið endilega hvenær þið föttuðuð að þið væruð komin á fast, hvað var það sem gerði útslagið?
Eflaust segja einhverjir að maður finni það bara, en ég er samt ekki svo viss.
Þetta er flókið.
Eins með ástina, hvað er að vera ástfangin? Hvernir fattaðir þú að þú varst ástfangin? (þ.e.a.s ef þú hefur orðið það eða ert)
Með fyrirfram þökkk
notandanafn:)