hæhæ kæru hugarar.
Ég á við smávegis vandarmál að stríða, en þannig er málið að ég er með stráki, sem ég er ótrúlega hrifinn af og þykir mjög vænt um hann. Málið er bara að ég er rosalega feimin við hann og þori ekki að opna mig allveg við hann, ég er allt of hrædd um að missa hann og verða í rusli.
Málið er að við erum búin að vera saman í 2 mánuði og ég veit allveg að hann er líka roslega hrifinn af mér, en ég bara á svo erfitt með að trúa því, ég er gjörsamlega niðurbrotinn einstaklingur með mjög lítið sjálfsálit og á erfitt með að treysta fólki.
En það er eitt sem ég vil spurja ykkur, hvað get ég gert, ég meina ég er allveg farin að taka eftir því að þetta fer í taugarnar á honum og mér líka! hvernig get ég bara gjörsamlega látið þetta vandarmál mitt ekkert fara í taugarnar á mér og bara opnað mig, án þess að eiga á þeirri hættu að koma út í sárum?
Plis, ekkert skítkast!
með fyrirfram þökk Greenragga.