Ég er búin að vera í föstu sambandi í næstum ár núna og kærastinn minn er alveg hreint yndislegur og hlutirnir ganga bara ansi vel.
En svona uppá síðkastið er ég farin að vera svona hálfpartinn þreytt.. svona mesta ofurhamingjan farin, en ég vil samt alls ekki hætta með honum, mér þykir svo vænt um hann og er ennþá mjög hrifin. Ég veit ekki hvort að ég ætti að taka mér pásu frá honum eða hvað.. ég held að ég sé ekki tilbúin til þess og já svo vorum við að panta okkur ferð til spánar sem verður farin eftir fimm mánuði.. eins gott að við verðum ennnþá saman!!
En ég er svona fyrst og fremst að skrifa hingað af því að ef einhver hefur upplifað einhvað svipað eða er að ganga í gegnum einhvað svona núna þá vildi ég endilega að fá að heyra hvað þið gerðuð, Þið senm ætlið bara að vera með einhver leiðindi, sleppiði þessu bara!
Takk.