Ást hefur ekkert með aldur að gera..
“akkúrat á þessum degi, klukkan 17:46 verður þú fær um að elska”
Ef þú ert ekki fær um það 14 ára, ertu þá fær 15?
Ef ekki 15, þá 16?
Ef ekki 16, þá 17?
Eða uppá dag og þú verður 18 ára?
En ef að þú hættir eitthverntímann með þessum strák sem þú ert með núna, sem þú hefur margsagt að þú elskir, og byrjir í framtíðinni með öðrum sem þú kemur til með að elska líka. Ætlar þú þá að sannfæra þig (ef þú verður orðin.. lets say,… 25 ára?) að þú hafir ekki verið ástfangin af honum og ekki elskað hann bara afþví að þú varst svo lítil og vitlaus?
Ástin er ekki einhver ættgeng geðveiki eða sjúkdómur eins og alzheimers, sem leggst á þig eftir eitthvern vissan aldur.
Að mínu mati finnst mér það þröngsýni og heimska að trúa slíku…
En það er bara mitt álit..
Þitt álit er það að unglingar geti ekki elskað, en gerðu það og haltu því fyrir sjálfa þig og ekki rengja það þegar einhver segist elska eitthvern. Því þrátt fyrir þína sannfæringu veit það enginn betur en akkúrat sú manneskja sem segist vera ástfangin…