ég sendi inn grein í byrjun mánaðarins sem heitir “Mátti nú ekki segja manni þetta aðeins fyr” þar sem ég sagði frá því hvernig kærastan mín hefði sagt mér upp eða öllu heldur ég togað uppúr henni að hún væri ekki lengur hrifin af mér, en allavega það er mér nú orðið ljóst að hún hætti með mér fyrir annan gæja, mig grunaði það sosem alltaf en hún sór fyrir að svo væri ekki. en svo sé ég hana í dag í smástund og ákveð svo að hringja í hana eftir að hún fer og kemst þá að því að þau eru bara nánast byrjuð saman og alles. ég byrja á því að henda símanum mínu í vegg og eyðileggja hann og veit bara ekkert hvað ég á að gera við sjálfan mig. svo æði ég út og hleyp í nokkrar mínútur og kem svo aftur inn. af hverju gat hún ekki bara sagt mér það strax að hún vildi hann en ekki mig? við höfum alltaf verið hreinskilin varðandi allt og ég bara skil ekki af hverju´hún gat ekki sagt það. ég vissi að sona myndi fara en hún neitar ennþá að hún hafi hætt með mér vegna hans. en tjahh spurningin en hvernig kemst ég yfir þessa stelpu sem ég er svo ástfanginn af og hata núna bæði í einu??? þetta er hreint helvíti!!!!

þakka fyrir og enn og aftur biðst ég afsökunar á eyðslu þess tíma sem fór í að lesa þessa vitleysu

Drazil
það var einu sinni maður frá Nantucket…