Fyrir u.þ.b ári síðan var ég á ircinu að tala við strák. Síðan u.þ.b 2 mánuðum seinna hittumst við í fyrsta skiptið. Ást mín til hans kviknaði áður en ég hitti hann fyrst. Ég var ástfangin af hans innri persónu. Hann var voða góður við mig í fyrstu, og við vorum bara vinir. En þegar við vorum búin að vera vinir í 1-2 mánuði varð hann hrifin af mér.
Í Heiðmörk í fyrra kyssti hann mig mínum fyrsta alvöru kossi. Það var svo yndislegt að ég fæ enþá fiðring í magann þegar ég hugsa um það.
Við heltum áfram að hittast. Síðan í kringum verslunarmannahelgina komumst við að því að við vorum skyldmenni. Við voru rosalega sár í fyrstu, en svo föttuðum við að við vorum aðeins sex menningar. Það var einmitt það sem setti punktinn yfir allt.
Við byrjuðum svo saman stuttu seinna. Og enn 7 mánuðum seinna erum við föst saman. Alveg ástfangin upp fyrir haus. Hann er fyrsta manneskjan sem ég elska meira en lífið mitt.
Hvað finnst ykkur um þetta?????????'
SunnyW