Sko málið er það að um daginn fór ég á ball og þar hitti ég strák sem er í sama skóla og ég. Við fórum að tala saman og hann var eitthvað að reyna við mig (held ég) og það endaði með því að hann kyssti mig. Við vorum saman restina af ballinu og hann fékk númerið og svona… Hann sendi mér síðan sms eftir ballið um að halda þessu bara á milli okkar þangað til að hann myndi heyra í mér á sunnudaginn síðasta.
En líður að sunnudegi og ég ákveð að hafa frumkvæðið og senda honum sms. En þá segir hann að síminn hans sé bilaður og spyr hver ég er. Ég segi honum þá nafnið mitt, og þá spyr hann hvort hann hafi hitt mig á ballinu, eins og hann muni ekki neitt… Er hann bara að þykjast muna ekki eftir neinu eða hvað? Hann var allavega fullur á þessu balli, en spurning hvort hann hafi verið það fullur að hann man ekki eftir því. Hvað haldið þið?
En nú er ég orðin svolítið skotin í honum, finnst hann algjört krútt og skemmtilegur og svoleiðis…Ætti ég að hafa eitthvað meira samband við hann eða bara láta hann vera? Hvað finnst ykkur? :)<br><br>Lífið er eins og konfektkassi…þú veist aldrei hvaða mola þú færð!! :o)
_____________________________________________
Ég er æði, þú ert æði, við erum öll æði!! :D
Ég vil FIMLEIKA sem áhugamál!!
Ég finn til, þess vegna er ég