ég hef oft pælt í því, og enn meira þegar ég skoða korkanna hérna á huga, hve mikið við séum eins með ástarmál, eru allir sem ekki hafa fundið ástina í leit að henni, eða eru það bara sumir, og hve mörgum langar bara til elska einhvern/einhverja og vera elskaður/elskuð á móti eða er það í okkur öllum.
Þeir einstaklingar sem segja upp fólki vegna því að það fitnar of mikið eða álíka, ætli þeir séu bara með harða tilfinningaskel eða er það virkilega svona yfirborðskennt.
Sömu vandamálin virðast koma upp endalaust, Einhver persóna elskar aðra, og þorir ekki að tala um það, eða það er ekki endurgoldið, ástarsorg af hinum ýmsa toga og maður hefur oft séð það nefnt að maður viti að maður sé “ástfanginn” þegar maður sé það. Ég er nú ekki alveg viss um þetta, ég hef td fundið fyrir gífurlegri væntumþyggju til sérstaklegra einnar stelpu, hún er að því stigi að ég held að mér er nokkuð sama þótt hún eigi kærasta og elski hann, mér finnst það eiginlega bara gott, vil að henni líði vel. Eru nokkrar tegundir af svona ást þarna úti, aðrar en ást á systkinum og börnum, mökum og vinum.
þegar fólk talar um að vera ástfangið þá tengist það oftast kynlífi/kynhvöt á einhvern hátt og ætli það og væntumþyggja fyrir einstaklingnum sé í raun sama eða sitthvor hluturinn sem á oft samleið. Og afhverju er svona erfitt að tala um tilfinningar sýnar öðruvísi en á blaði/tölvu eða álíka skjöldum, held það séu fáir sem geti það, allavega get ég það ekki með auðveldu móti.
Þetta eru nú bara svona vangaveltur hjá mér óreyndum manninum og vildi vita álit ykkar þarna úti, er eitthvað til í þessu öllusaman eða er heimurinn bara mikluflóknari en þetta og bara rómantík í mér að vera að setja þetta svona upp.