Ég tók þátt í “Ég ætla” hérna á síðunni “Rómantík” núna um daginn og vitiði hvað - það virkaði. En eins og ég þekki sjálfa mig á ég eftir að missa þennan gaur úr höndunum á mér og sitja eftir með sárt ennið og vera algjört fífl. Þetta segi ég og það hefur ekkert gerst á milli okkar.
Ég þoli ég ekki að geta ekki neitt gert - feimin, óframfærin og asnaleg. Á skalanum 1-10 yfir pirring á sjálfri mér er ég í 19.
Þar sem ég er svo feimin og óframfærin og allt það á ekkert eftir að gerast hjá mér og einnig enda ég sem piparjónka í Reykjavík með 5 ketti. (mér er ekki illa við kisur - ég dýraka þær ;)
Já, ég veit. Ég get náttúrulega sjálf talað við hann en málið er að ég þori því ekki, veit ekki hvað ég á að segja og haga mér bara eins og asni.
Ég þoli ekki þessa ást, rómantík eða hrifningu,skyndikyn eða hvað sem þetta kallast. Hún hefur aldrei virkar hjá mér og mun ekki gera, einnig finnst mér voðalega gaman að því eða þannig að sjá út um allan bæ auglýsingar um konudaginn vitandi það að ég mun ekki fá eina einustu rós eða koss á kinnina……..
Asna Asnadótti