NEI!!!!!!!!! Það er stranglega bannað að taka af henni völdin, hún verður að ákveða hvað hún vill gera, alveg sama hversu mikið þig langar að fara með hana í Stígamót eða upp á bráðamótöku þá máttu það ekki, þú gerir bara illt verra og þetta getur verið jafn ógnandi og nauðgunartilraunin sjálf, þótt að þú sért bara að reyna að hjálpa. Hún hefur greinilega valið þig til að tala við, þetta verður að vera hennar ákvöðrun, við hvern hún talar. Vertu bara til staðar fyrir hana, fáðu hana til að trúa því sjálf að þetta hafi ekki verið henni að kenna og að hún sé aðlaðandi og skemmtileg ennþá. Oft er það þannig að konum finnst þær ógeðslegar eftir nauðgun og tilraun til nauðgunar. Leifðu henni að gráta hjá þér og þegar hún er tilbúin til að tala um þetta, láttu hana vita að þú viljir aðstoða hana og skiljir mjög vel að hún vilji ekki tala strax og að þú virðir það en að þú sért til staðar þegar henni langar að tala um þetta. Það er ekki gott fyrir hana að vera mikið ein, vont ef hún finnur þörfina að tala og gráta og hafa þá engan hjá sér til að hlusta. Passaðu þig á því að taka ekki af henni völdin bara alls ekki, hlustaðu bara og segðu henni að hún sé dugleg. Ekki segja: já ég veit nú um eina sem var nauðgað af tveim þetta er alveg ömurlegt, þá getur hún fengið sektarkennd yfir því að líða illa af því að hjá henni var það “bara” tilraun sem er í rauninni alveg jafn erfitt fyrir konuna. Éf ætla að senda þér í e-maili bækkling frá stígamótum sem þú getur lesið og þá veistu betur hvað hún er að ganga í gegnum og getur aðstoðað betur :)
Gangi ykkur rosalega vel í að vinna úr þessu.
Kveðja
HJARTA