Mér finnst þetta svo fáránleg setning!
Það eru næstum því ÖLL kærustupörin í skólanum mínum, þannig krakkar að þau byrja saman í gegnum MSN eða SMS og þá er alltaf sagt “viltu byrja með mér” og stundum þekkjast krakkarnir ekki eða bara lítið… Þetta fer bara eitthvað svo geðveikt í taugarnar á mér að ég verð bara þvílíkt pirruð því mér finnst þetta svo gelgjulegt og bara asnalegt… hehe ég er kannski skrítin :/
Eins og þegar ég byrjaði með kærastanum mínum þá var þetta ekki svona. Þá vorum við bara búin að hittast svoldið oft, aftast fyrir tilviljun og svo fórum við að finna fyrir svona hrifningu og þannig….Mér finnst miklu meira spennandi þegar vinir þróast svona út í samband og svo kannski allt í einu kyssast þau og þá eru þau bara byrjuð saman svona án þess að “ákveða” það…. þetta eru bara mínar pælingar…. veit ekkert hvað ég er að bulla!