Ég skrifaði fyrir jól grein um samband mitt. Þið sem lásuð greinina og gáfuð ráð: Takk fyrir þau. Við slitum sambandinu stuttu eftir að ég senti inn greinina en við erum samt vinir en tölum saman, oftast á MSN. Vandamálið er það að núna er hann aftur kominn í sitt gamla “form” gagnvart mér.
Hress, skemmtilegur,hrikalega fyndinn og bara mjög fínn. Hann og fyrrv.kærasta hans tóku aftur saman skömmu eftir að við hættum saman og ég hélt að mér myndi líða betur en mér líður hrikalega.
Ég er rosalega einmana og parti af mér langar að fá hann aftur þótt ég viti hvernig hann breyttist. Ég skil ekki alveg hvað ég vil frá honum en það er einhver eftirsjá sem fylgdi sambandsslitinu.
Svo er eitt annað. Ég hef lengi verið að tala við einn strák, sem er bara svona kunningi, (þekki hann ekkert rosalega vel) en hann er með stelpu. Við erum vinir, svona kunningjar en mér líst rosalega vel á hann og ég veit ekki, kannski er það bara því ég er einmana eða eitthvað en ég er alveg í rústi. Ég get ekkert sagt honum hvernig mér líður,.. Þetta er bara svona skot, ekki það að mér myndi langa að vera í sambandi með honum, bara það að æj þið vonandi skiljið hvað ég meina?. Ég get nátturulega ekki sagt honum hvað mér finnst eða? Hann færi aldrei að halda framhjá eða eitthvað svoleiðis. Svo ef ég myndi segja honum hvað ég vil þá myndi þessi vinskapur bara alveg eyðileggjast býst ég við. Ég vil ekki að hann haldi framhjá eða eitthvað, og ég vil heldur ekki valda neinum deilum á milli þeirra svo ég læt ekkert í ljós. Ég vona að þið skiljið hvað ég meina? Bara endilega segið ykkar skoðun eða ráð eða eitthvað, og endilega engin skítköst takk. <br><br><i>“Not quite blond are we? More like a dirrty blonde..”</i