Jæjja nú ætla ég að fjalla aðeins um mitt samband og verð bara fá að heyra álit frá einhverjum.

Þetta byrjaði þannig að við kynntumst í menntaskóla bara nánast strax, og höfum verið saman síðan (2ár)

Málið er, annaðhvort er allt geðveikt happy, allt í gúddi. En hins vegar förum við í eitthvað slæmmst skap (sérstaklega ég) hún hefur alltaf fyrirgefið mér…. þótt órtúlegt sé. Við höfum reyndar alltaf elskað hvort annað =) og oftast er nú gaman hjá okkur.

Málið með mig er frekar undarlegt… ég verð oft svo pirraður þegar hún fer út með vinkonum sínum… þótt auðvitað ég leifi henni það og allt svosem alltilagi… en mig langar svo oft að vera með henni… en ég er sem betur fer er ég að lagast með það ;)

Jæjja svo nú þegar ég er búin að tjá mig þá var ég að spá hvort þið haldið að það gæti orðið einhver framtíð… sjálfur held ég það en þetta samband hefur stundum verið frekar erfitt. Hefur það allveg gerst að fólk sem byrjar saman svona frekar snemma (16-18ára) geti verið saman það sem eftir er???