Þannig er tilfellið, ég þekki stelpu sem er jafngömul mér og hef þekkt hana í 3 ár, hingað til höfum við verið vinir og erum það enn. málið er að ég er sko fyrir alvöru hrifinn, eða ástfanginn mætti segja af henni. Fyrir aðra er þetta einfalt mál, en fyrir mig sem á við mikiiinnnn feimnisvanda að stríða er þetta stórmál, vegna þess að ég þori ekkert að láta uppúr mér, og á almennt erfitt með að kynnast og tala við fólk, nema þá sem ég þekki vel, hvað þá að játa ást fyrir framan stelpu sem er mesta þokkadís veraldar í mínum augum… ég fengi heilatappa.
Svo erum við svo ólík eitthvað, hún er svo opin og hress og er alls ekki feiminn, einmitt andstæðan við mig. Hún er tekur svo fáu líka alvarlega, þannig ef ég mundi reyna að stynja einhverju uppúr mér er ég nokkuð viss að hún mundi snúa því uppí grín..
og ég meina alvöru ástfanginn, ég skal éta hatt minn ef einhver dagur líður þar sem ég hugsa ekki um hana, fullkomin, og ég þakka guði fyrir að hún sé ennþá á lausu.
–Svo er annað. Þetta er búið að byggja uppá sig í 3 ár! þannig þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara, ég er að farast. Held þetta ekki út lengur, hversu vont er þetta, að elska einhvern meir en lífið en þora ekki að segja allt af létta. Það er vægast sagt vont fyrir sálina, síðan þegar hún byrjar með einhverjum eða fer í burtu, þá mun ég rífa af mér hárið og skamma mig meir en nokkurn sinn, fyrir að vera mesta gunga Evrópu.. Þori aðeins að greina frá vanda mínum á huga.is(no offence), undir öðru nafni bakvið skjá(þó sumir kannsist við mig, það breytir fáu)..
Ef að einhver hefur einhver ráð þá eru þau betur en vel þegin, takk.. og ég veit “segðu henni það bara, þá bjargast allt”., það er ekki einfalt
<br><br>“<i>we are brothers
from different mothers”
“Might
is Right</i>”
“we are brothers