Sko ég er hérna í frekar slæmum og óvenjulegum aðstæðum. Ég er búinn að vera langt frá heiman og kærustu minni í frekar langan tíma og hafa margir hlutir breyst á meðan ég hef verið í burtu. Til að byrja með þá kynntist ég aðrari stelpu ( köllum hana X) sem er sko alveg ótrúlega falleg og skemmtileg og er eiginlega alveg tilvalin týpa fyrir mig, með mjög svipaðan smekk og allt meiraðsegja er ´hun líkri mér en kærastan mín heima og ef ég elskaði ekki aðra myndi ég án efa byrja með henni. Ég elska kærustuna mína alveg út á lífinu og er tilfinningin gagnkvæm en hún er bara svo langt í burtu og maður verður svo einmana, svo er pabbi hennar alltaf eitthvað að hnýsast í málunum og er dáldið svona á móti sambandi okkar þótt að hann sé alveg fínasti gaur sko og er ánægður að dóttur hans sé hamingjusöm og þannig. X hefur líst áhuga sinn á mér og ég veit alveg að ég gæti léttilega verið með henni, hún er líka mennsk (hin kærastan mín er sko álfur) og myndi gifting okkar skiljast betur og er það dáldið hentugt fyrir mann í minni stöðu (verð krýndur konungur í næstu viku og þannig). Sko þegar kærastan manns er álfur þá veit maður alveg að hún eigi eftir að lifa endalaust og að maður sjálfur eigi eftir að deyja og hluti af mér vill eiginlega að hún gerist dauðleg svo hún gæti dáið með mér og þannig, þótt það sé kannski mjög sjálfelskulegt :S…..Ég hef reynt eins og ég get að freistast ekki í X en veit ekki hve mikið ég get haldið því áfram, mér finnst líka stundum eins og að ég ætti að snúa aftur til kærustu minnar og bara vera með henni þótt að afar afar mikilvægt verk bíði mín hér og mætti eiginlega segja að baráttan á milli góðs og ills sé á höndum mínum og félaga mína sko…..En hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?
P.s. vinsamlegast engin skítköst! Takk fyrir…