Mitt vandamál er aðallega það að ég veit ekki hvað gæjinn vill! Við hittumst á áramótunum, höfum alltaf þekkst en samt aldrei talað saman (fyrir utan eitt skiptið) Allavega þá fer ég til hans og það fyrsta sem hann segir er: Djöfull ertu myndarleg! Ok.. allt í læ með það. Síðan fer hann að spurja mig hvort ég sé til í date.. Hann sagði samt að það væri ekkert alvarlegt, bara svona smá saklaust. og ekkert kynlíf… Hann lét mig lofa sér að ég myndi tala við hann daginn eftir, sem og ég gerði og ég spurði hann hvað hann væri með í huga. Hann sagðist ekki vera á leiðinni í neitt fast samband.. og hann sagðist samt ætla að taka mig á date! Hvað er eiginlega málið?? Ég vil ekki vera að senda honum sms eða hringja, er eiginlega að bíða eftir að hann geri það.. vil ekki vera eitthvað heavy uppáþrengjandi!
Stelpur og strákar! hjálp.. hvernig túlkið þið þetta??