Mér finst rómantík vera asnalegt orð og held mér eins langt í burtu frá því og ég get en þar sem þessi korkur er með vandamálakork þá geri ég undantekningu.

Þannig er að ég er með stelpu, við erum bæði '86, í framhaldskóla útí sveit og á ððru ári. Við erum búin að vera saman í … 2 mánuði held ég. Svo gerist það að maður hugsar ekki nógu mikið um námið og ég fell á haustönnini og foreldrar mínir ætla senda mig í annan skóla. Ég er sko frá bænum og fer líklega í skóla þar. En vandamálið mitt er það að ég veit ekki hvernig eða hvort ég get sagt henni að ég komi aldrei aftur í skólann og mun öruglega aldrei aftur sjá hana. Trúiði mér mig þykir mjög vænt um hana og auðvitað finst mér þetta allt leiðinlegt en ég vill ekki hafa svona “fjarverandi samband”, þar sem við hittumst mjög sjaldan, útaf því að ég hef horft á þannig hjá vinum mínum og ég veit að það endar með því að sambandinu lýkur á endanum (eins og með flest sambönd), þannig að mér finst að ég ætti að rjúfa sambandinu í friði og án harmleika.

Kalliði mig kaldan, mér er alveg sama, þetta var allt saman ákveðið í dag af foreldrum mínum og þar sem ég hef voða lítið vald yfir lífi mínu þá geri ég bara eins og mér er sagt. Það finnst mér vera kalt. En jæja ég vona að einhver þarna viti hvað ég er að tala um og geti hjálpað mér.<br><br>———————————————————-
Everything you get, you lose. Including your friends.