Jæja, ég bjóst nú ekki við því að fara að skrifa inni á rómantík um vandamálin mín, en ég finn bara engan veginn út úr þessu.
Þannig er að ég byrjaði með strák fyrir jólin sem er 24 ára(ég 20) og ég er strax farin að sjá eftir því að hafa byrjað með honum.
Ég óska alltaf eftir sambandi en þegar ég loksins fæ það þá vil ég það ekki, kannast einhver við þetta?
Þegar ég er með honum, þá verð ég svo pirruð og vil helst að hann fari, en þegar hann er ekki nálægt þá vil ég helst hitta hann, þetta er svona “can´t stand to be with him, can´t be without him”
Ég veit nú samt ekki alveg af hverju ég er að skrifa hérna, er að vonast til að einhver hérna hafi upplifað svipað og hvað hann/hún gerði þá.
Mér finnst nefnilega voðalega leiðinlegt af mér að láta hann bíða í óvissu hvort ég vilji halda áfram eða ekki í sambandi.
Er þetta bara ég eða hafa fleiri lent í þessu, og ef svo er, hvað gerðuð þið?
Með von um skemmtileg og þroskandi svör.