Jæja…. ég og kærastinn minn vorum að hætta saman fyrir svona mánuði og við ákváðum að vera bara vinir. Málið er að ég elska hann útaf lífinu! Ég er brjálaðslega ástfangin af honum og kemst ekki yfir hann sama hvað ég reyni! ég verð ógeðslega afbrýðisöm þegar hann er að tala við eða um aðrar stelpur útaf því ég er svo hrædd um að missa hann! Ég græt oft útaf þessu og verð bara reið útí hann fyrir að vekja upp þessar tilfinningar hjá mér.. og ég hef ekki hugmynd um hvernig honum líður. Við komumst aldrei á þetta “ég elska þig” stig í sambandinu en nú er ég þar án þess að hann viti af því! Á ég að segja honum það?! Ég er viss um að ég dey ef hann finnur aðra… Mér líður eins og ég sé 14ára!
mér vantar ráð… hefur einhver lent í þessu?
DeSwamp