Fyrirgefðu… En þú verður bara að sætta þig við að það eru ekki allir sammála um allt, og þetta er nú einu sinni staður til að tjá skoðanir sínar þannig það þýðir ekkert að vera eitthvað að fara í fýlu útaf eitthverju sem einhver hérna segir.. þetta var nú ekkert persónulegt. :)
Annars.. ég býst ekki við að þú sért svakalega gamall og ég er alveg viss um að þetta er ekki þín seinasta “ást”.
Ef hún vill þig ekki, þá bara vill hún þig ekki.. ekki vera uppáþregngjandi, held að hún vilji það ekki. Hún verður bara að fá að átta sig á því sjálf ef hún er hrifin af þér eða ekki.
“Þótt að við þekkjumst vel og erum góðir vinir” Þó þið séuð góðir vinir þýðir ekki að hún sé endlilega hrifin af þér, hún kannski vill bara vináttu, eða þá að hún vilji meira en er hrædd um að eyðileggja eitthvað.. maður veit ekkert hvað þessi stelpa er að hugsa, og þú átt ekkert eftir að vita það nema þú talir við hana um þetta.. en það er kannski bara “halló” eða væmið á þessum aldri, ég veit ekki.. :P
En vertu bara þú og kannski sér hún hvað þú ert yndislegur drengur (ef þú ert það, ég veit ekkert um það) og vill byrja með þér.. hver veit?
Svo eru fleiri “fiskar” í “sjónum”, mundu það ;) (ekki misskilja mig samt)
Vona að þetta hafi hjálpað þér eitthvað (efast samt um það..) Gangi þér vel! :P
Kveðja
..Lopapeysa