Ég reyni að finna leið,
horfa áfram, bjartsýnn.
Einn vegur á enda og annar
tekur við.
Hún var líf mitt rétt
eins og hún sagði mér að
ég væri hennar.
En hennar líf er á enda
er við hættum saman, hún
hefur ekki vilja til að
halda áfram, taka beygju.
Ég geri allt sem ég get
til að sannfæra hana að næsta
beygja er ekki svo slæm,
að lífið er ekki á enda.
Hræðslan sem hún vekur
í mér þegar hún neitar að
taka beygjuna, að hún
geti ekki haldið áfram.
Ég tárast, ég sný við,
held áfram að telja henni
trú um að að okkar vegur
var ekki endilega sá rétti.
Hún stoppar við enda vegsins,
ég stoppa með henni.
Sé ekki líf mitt geta haldið
áfram ef hún hefur ekki styrk
í að snúa við og velja aðra
leið.
Ég er ráðalaus, hún skilur ekki
að við þurfum bæði að þroskast,
víkka þekkingu okkar á lífinu.
Hún sér bara þennan eina veg
sem náði að gera hana hamingjusama,
þrátt fyrir allar holurnar, þrátt
fyrir hve slitin og lélegur
þessi hamingjusami vegur var.
Gátum ekki bætt veginn,
og gátum ekki verið nógu hamingjusöm
því við lærðum ekki að bæta veginn.
Hvað get ég gert ? ;