k, málið er svona. ég er 18 ára strákur sem er búinn að vera hrifinn
af stelpu í þónokkurn tíma. Ég þekki hana frekar vel þar sem við erum búin
að vera í sama vinahópi í þónokkurn tíma.
Ég veit að hún ,,hafði´´ allavega áhuga á mér finnst eitthvað gerast alltaf
þegar ég tala við hana, það er e-ð chemistry og ég sé oft á henni að hún hefur
áhuga.
ég hefði getað meikað eitthvað
ef ég hefði ekki verið svona lokaður eins og ég er. Ég kom því aldrei út úr mér
hversu hrifinn ég er af henni og hvað mér þykir vænt um hana.
Svo síðustu helgi frétti ég að hún er byrjuð með strák, félaga mínum.
Ég vissi að hann hafði áhuga á henni, líkt og flestir strákar myndu sennilega hafa,
enda flott og skemmtileg stelpa. En ég hélt að hann myndi ekki reyna að byrja e-ð
því hann var búinn að segja mér að ,,go for it'' eða nýta tækifærið því hún hafði
greinilega einhvern áhuga á mér. Hann talaði alltaf um hana sem hverja aðra flotta stelpu
sem við sjáum en hún hefur verið vinkona okkar í þónokkurn tíma eins og fyrr er sagt.
Síðan er þetta allt í einu búið að gerast, var búið að vera á þróunarskeiði í um 2 vikur
eða svo og ég vissi ekki neitt. Mig var samt farið að gruna ýmislegt en hann hélt
þessu alveg leyndu fyrir mér og að því leyti finnst mér ég svikinn því hann playaði þetta.

Spurning mín er þessi: hvað í andskotanum á ég að gera??, ef ég á að gera eitthvað..
Mér langar að segja henni hvernig mér líður því ég veit að ég get elskað hana,
það er líka fáranlega erfitt að horfa upp á þetta gerast. Mér finnst eins og þetta
sé slæmur draumur og bíð eftir að hann hætti.
En ég veit ekki hvernig hún mun taka þessu, ég vil heldur ekki skemma fyrir þeim ef
þau ná vel saman.
Samt veit ég að þetta getur ekki gengið svona áfram. Mér finnst ég ekki geta tekið
þessu bara og haldið áfram venjulegu lífi og hitta þetta fólk
því mér líður illa. Ég vil bara að hún viti hvernig mér líði, þá verð ég sáttur þó hún velji hann..
Hún hefur sagt mér að henni þyki vænt um mig en ég er ekki viss hvað hún veit um
tilfinningar mínar til hennar
Ég held að hún hafi ekki grun um hversu mikið ég er hrifinn af henni og hversu
mikið mér þykir vænt um hana þó hún viti eins og flestir krakkarnir að ég var hrifinn
af henni á einu tímabili því ég talaði við vinkonu hennar, en það er langt síðan.

ég held að hún hafi bara gefist upp og haldið að ég hafi ekki áhuga á henni.
Ég vil hætta þessu lokaða tímabili í ævi minni.

..er ég einfaldlega of seinn? á ég að bíða og sjá hvernig fer eða á ég að segja
henni tilfinningar mínar og taka afleiðingunum, hverjar sem þær verða?

….með von um svör og ráðleggingar, með fyrirfram þökk -chico