Hvað er málið? Ég meina, það er ekki eins auðvelt að “hlaupa spikið af sér” eins og helvítis Hollywood lætur okkur halda. Þú talar eins og þú sért 12-14 ára, kannski ertu það, hver veit. Þetta er líka vandamál innan ættarinnar minnar í föðurætt, margir hver þar feitur. Það eru ekkert nema helvítis tískuiðnaðurinn sem hefur blindað margan mannin, líklegast þig líka.
Ég hef sér djöfulli marga tannstöngla með öllum gerðum af stelpum. Ég get sagt að þetta “væl” í mér fer ekki fyrir utan hugi.is, þannig að engin stelpa hefur heyrt þetta “væl í mér. Ef þetta er ”væl“, eru þá ekki svartir þrælar sem voru uppi á 19. öld, voru þeir ekki bara með ”væl“. Eða Palestínumenn, eru þeir ekki bara með ”væl“. Eða Íslendingar á 19. öld þegar við vorum að berjast fyrir sjálfstæði, var það ekki bara ”væl“…NEI, ALLIR ÞESSIR AÐILAR ÁTTU UNDIR ÓRÉTTLÁTANLEGT HÖGG AÐ SÆKJA OG VORU AÐ KOMA BOÐSKAP SÍNUM TIL FÓLKSINS. Þeim var öllum mismunað.
”Feitur eða ekki feitur þá er það karakterinn sem ég pæli í“. Þetta sagðir þú, en ertu alveg viss, lýttu aðeins inn í hjartað þitt og svaraðu svo.
”Getur það hugsast að þú sért að reyna við grunnhyggnu stelpurnar?“ Þessari spurningu spurðir þú og ég svara spurninguni minni með annarri spurningu. Hvar finn ég ógrunnhyggnu stelpurnar?
”Ef að þú heldur hins vegar að ástæðan fyrir að stelpur líti ekki við þér sé fita er alltaf hægt að reyna að hlaupa það af sér…“ Já, og þetta er ein grunnhyggnasta yfirlýsing sem ég hef heyrt, þetta er Tískuiðnaðurinn sem er inn í þér að segja: Breyttu útlitinu á þér, breyttu því. En málið er að ég er bara ánægður með hvernig ég er, ég er að reyna gera eitthvað í þessu, ekki bara út á ”apperance“ heldur bara fyrir heilsuna sjálfa, ég vill hafa hana sem fínasta.
”Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er ekkert alltof spennt fyrir strákum sem komast ekki út í gegnum venjulega hurð fyrir spiki." Ég er ekki í svo slæmu ástandi.
En svo vil ég bæta við að fyrir um 100 árum, var ekki mikið um sambönd sem eru bara útlitið sjálft. Af hverju? Nú það var ekki þessi mjónu-tískuiðnaður og fólk gifti sig út af það dæmdi fólk eftir persónuleikanum, enda ef litið er á tölurnar að síðustu 30 ár hafa verið miklu fleiri skilnaðir og einn ónefndur Félagsfræðingur sem ég þekki spáir fyrir því að eftir um 15-20 ár mun 50% af öllum hjónaböndum enda með skilnaði og hann spáði því með stuðnings góðs röksemdar.
Svo er það bara fordómarnir gegn feitu fólki, það er alltaf að vera kenna því fyrir hvernig það lýtur út. Ok, hér er staðreynd: Ef eineggja tvíburar eru skildir að við fæðingu og þeir eru aldir upp á mismunandi stað í heiminum og einn þeirra verður feitur, þá verður hinn það líka, af hverju? Það er dálítði sem heimska fólkið veit ekki hvað er en það er GEN.
Við tökum tvær persónur, ein er feit ein er mjó. Sá feiti borðar jafn mikið og hver maður, sá mjói borðar um 2-3falt meirir en hver maður. Sá feiti verður fyrir aðkasti, en sá mjói verður hrósaður fyrir hversu mjór hann er. Við feita fólkið verðum fyrir aðkasti, það er hlegið að okkur, ég hef verið barinn, lagður í einelti, strítt rosalega og margt margt meira, t.d það að stelpur vilja ekkert með mig gera út af því að ég er það sem ég er, þær vilja ekki einu sinni kynnast mér almennilega, þær setja svona stopp merki fyrir framan mig. Vinkonu mínar sem hafa haft fyrir því að kynnast mér segja að ég sé fínn strákur.
Ég spyr einu sinni í viðbót sömu spurningarnar sem ég spyr alltaf: Hvað hafa tjokkóar, sem ég hef ekki?
Gullbert
<br><br><i>Never In A Field Of A Human Coflict, Have So Many, Owed So Much, To So Few</i>
<b>- Winston Churchill</
“Hvað er málið? Ég meina, það er ekki eins auðvelt að ”hlaupa spikið af sér“ eins og helvítis Hollywood lætur okkur halda.”
Ég hef reynslu af því að hlaupa af mér spikið og það gekk bara ágætlega þrátt fyrir offituvandamál í minni ætt. Þurfti bara að endurskipuleggja mig, borða hollt, hreyfa mig meira, drekka vatn og þessi klisja.
“Þú talar eins og þú sért 12-14 ára, kannski ertu það, hver veit.”
Nei, það er ég ekki. Ef þú ert að gefa í skyn að ég sé gelgja þá hefurðu rangt fyrir þér. Ég gæti ekki verið lengra frá því að vera gelgja.
“Það eru ekkert nema helvítis tískuiðnaðurinn sem hefur blindað margan mannin, líklegast þig líka.”
Ég er ekki blinduð af tískuiðnaðinum. Það er samt satt og sorglegt hvað margir fylgja tískunni í blindni.
“Ég hef sér djöfulli marga tannstöngla með öllum gerðum af stelpum.”
Já en ég hef einnig séð fjandi margar grannar, sætar stelpur með öllum gerðum af strákum (feitum sem mjóum).
“”Feitur eða ekki feitur þá er það karakterinn sem ég pæli í“. Þetta sagðir þú, en ertu alveg viss, <b>lýttu aðeins inn í hjartað þitt og svaraðu svo.</b>”
Já veistu, ég er alveg viss. Ég veit að þetta hljómar eins og önnur hver gelgja segir (lýgur) en þetta er samt sem áður satt.
“”Getur það hugsast að þú sért að reyna við grunnhyggnu stelpurnar?“ Þessari spurningu spurðir þú og ég svara spurninguni minni með annarri spurningu. <b>Hvar finn ég ógrunnhyggnu stelpurnar?</b>”
Good point… Ég svei mér þá veit það ekki. Það er samt oftast mjög einfalt að finna þær grunnhyggnu.
“”Ef að þú heldur hins vegar að ástæðan fyrir að stelpur líti ekki við þér sé fita er alltaf hægt að reyna að hlaupa það af sér…“ Já, og þetta er ein grunnhyggnasta yfirlýsing sem ég hef heyrt, þetta er Tískuiðnaðurinn sem er inn í þér að segja: Breyttu útlitinu á þér, breyttu því. En málið er að ég er bara ánægður með hvernig ég er, ég er að reyna gera eitthvað í þessu, ekki bara út á ”apperance“ heldur bara fyrir heilsuna sjálfa, ég vill hafa hana sem fínasta.”
Fyrirgefðu ég hef misskilið þig. Ég hélt að þú værir óánægður með holdarfar þitt. Biðst afsökunar á þessu. Fólk á að sjálfsögðu ekki að breyta sér til að þóknast öðrum ef það er ánægt með sjálft sig. Það á auðvitað ekki að breyta sér til að tolla í tískunni, það sér hver heilvita maður. Mér þætti einnig vænt um ef þú myndir sleppa því að ákveða hvernig ég hugsa því þú gætir ekki verið lengra frá sannleikanum með þessu kommenti (þetta er Tískuiðnaðurinn sem er inn í þér að segja: Breyttu útlitinu á þér, breyttu því).
“Svo er það bara fordómarnir gegn feitu fólki, það er alltaf að vera kenna því fyrir hvernig það lýtur út. Ok, hér er staðreynd: Ef eineggja tvíburar eru skildir að við fæðingu og þeir eru aldir upp á mismunandi stað í heiminum og einn þeirra verður feitur, þá verður hinn það líka, af hverju? Það er dálítði sem heimska fólkið veit ekki hvað er en það er GEN.”
Þykir leiðinlegt að þurfa að svekkja þig á þessu en þetta er <b>ekki</b> staðreynd. Að sjálfsögðu skipta erfðir einhverju máli en líka uppeldi.
Það er samt rétt hjá þér að fordómar gagnvart feitu fólki eru gífurlegir, miklu meiri en gagnvart grönnu fólki.
Annars finnst mér fáránlegt að þú segir að eina ástæðan fyrir því að stelpur vilji þig ekki sé vegna þess að þú sért feitur. Kannski ertu of meðvitaður um það að þú sért feitur og það skíni í gegn og stelpum finnist það fráhrindandi.
Mér finnst ekkert fráhrindandi við það að vera feitur svo lengi sem manneskjan kemst hjálparlaust út úr húsi, getur staðið sjálf upp úr sófanum og ég sjái í augun á anneskjunni fyrir spiki :/
0