Ég hef verið að velta fyrir mér spurningu sem ég vil gjarnan fá svar við.
Það hefur margt skeð hjá mér á þessu síðustu mánuðum sem eru nú liðnir. Ég er/var skynsöm stelpa, sem mundi eftir öllu og allt var í röð og reglu. Lærði alltaf heimalærdóminn minn, borðaði eiginlega bara þegar ég var svöng, allt var í röð og reglu allstaðar í kringum mig og ég var vel skipulögð.
Núna aftur á móti er ég farin að hugsa minna út í það sem ég er að gera. Farin að borða bara afþví mér finnst eitthvað vanta, hætt að nenna að spá í hvað ég geri og er ekki nærrum því eins skipulögð. Þótt ótrúlegt sé, spái ég ekki nærrum því eins mikið hvernig ég lít út þegar ég er að fara eitthvað og er ekkert að hafa fyrir því að mála mig í tíma og ótíma nema ég sé að gera eitthvað sérstakt (sem er mjög ólíkt mér!!!)
Mér finnst þetta bara hálf skrítið ef ég hugsa þetta til baka, því ég hef bara gjörbreyst á þessum stutta tíma.
Getur þetta ekki verið vottur af þunglyndi?