Ég er með smá vandamál að stríða.

Þannig er mál með vexti að ég og kærasta mín erum búin að vera saman síðan 21. september síðast liðin, og get ég fullyrt það að ég er ástfangin af henni og hún af mér.

Vandamálið er það, að ég get ekki einbeitt mér nógu vel yfir náminu og íþróttum sem ég stunda. Ég er stöðugt að hugsa um hana! Prófin eru að fara að koma og ég get ekki lagað þetta. Ég er alltaf að hugsa um hana hvað það er skemmtilegt að vera með henni og tala við hana og hversu falleg hún er!

Getur einhver gefið mér ráð yfir hvernig ég blokka þetta einu sinni og einu sinni þegar þar er þörf ?<br><br>Stundum kemur fyrir að ég segi hluti sem öðrum finnst rangt, þetta eru mín álit og vinsamlegast ekki nota mín álit gegn mér. Ég hef rétt á mínum skoðunum og er ekki að reyna að gera neinum illt.

<b>COPYRIGHT © DERIN & MUTTER B&W ARTICLES INC. ALL RIGHTS RESERVED.</b>


- <b>derin</b>, stjórnandi á áhugamálinu <a href="http://www.hugi.is/bw">Black & White.</a
Kveðja, Nolthaz.