Mig langaði að tala um ástarsorg eða sambandslit, mér finnst við eigum að líta á þessi vandamál okkar meira með jákvæðnum hug því þótt það sé erfitt að slíta samband þá er það alltaf eitthver útkoma sem kemur úr því. Já til dæmis þá væri ekki eins mörg lög um ástarsorg eða lög þar sem maður er ástfanginn ef engin ástarsambönd væru til jaa eða bækur um vandamál í samböndum og hvernig á að leysa þau. Ég held það sé þvílíkt magn af einhverju sem við gerum þegar við lendum í ástarsorg og ýmsir hafa samið ljóð eða lög um það og gert myndir og ástarsorgn hefur komið fram í alskonnar listgreinum.
Pælið í því ef engin hefði lent í ástarsorg? Hvernig væri þetta? Eilífðar júróvísulög í útvörpum? Við getum ekki hlupið í brott frá ástar-sorgar-flóðinu í okkar lífi því við verðum öll fyrir því, þannig við getum huggað okkur þegar við lendum í því að það er margt jákvætt við það. Það er samt endalaust hægt að skeggræða þetta mál en ég veit það sjálfur að manni líður ekki vel eftir að hafa verið sagt upp en það er parturinn af þessu hjóli, við breytumst með tímanum og sambönd breytast líka. Hvað finnst ykkur annars um ástarsorg eða sambandslit? Er þetta endirinn eða byrjun eða bara eitthvað meistaraverk sem á eftir að myndast eftir svona ferli?
————————————————