Anyway, besta vinkona mín var að byrja með strák, hún hefur bara einu sinni ápur verið með strák og það var mjög stutt samband. En ég hef verið með soldið mörgum strákum, en ég er núna fyrst að átta mig á hvernig það er að vera yfirgefin af vinkonu sinni, ég skil samt fullkomlega hennar ástand, ég hef líklega verið svona sjálf, en ég er samt soldið sár út í hana.
Einu sinni þá var ég með strák sem við skulum bara kalla Ómar, ég var yfir mig ástfangin af Ómari og hélt að þetta yrði langt samband (sem varð svo), og allt alltaf jafn æðislegt. Ég eyddi ótrúlega miklum tíma með ómari og hafði þar af leiðandi lítinn tíma fyrir vinkonur mínar. besta vinkona mín sem við skulum kalla Sunnu var soldið fúl út í mig, henni fannst ég vera að neita henni (neita vinskapnum ;)) en svo var ekki, það var bara það að ég gat ekki hugsað um neitt annað en Ómar.
En núna hefur dæmið snúist við, þ.s. Sunna er með strák sem við skulum kalla Nonni og mér er neitað af Sunnu, en ég held að hún standi bara í sömu sporum og ég stóð í fyrir þónokkrum tíma. Sunna æfir handbolta með sínum flokk og eldri flokk, og svo er hún að eyða öllum sínum frítíma með Nonna, og ég fæ enga athygli frá henni, nema kannski þá í skólanum, því Nonni er 2 árum eldri en við og er í framhaldskóla.
Ég er að reyna að pirra mig ekkert yfir þessu, en það er svo erfitt, og svo eru hinar vinkonur mínar sem við skulum kalla Harpa, Eydís og Sonja alltaf að segja við mig: Þegar hún hættir með Nonna þá skulum við neita henni!… En það vill ég ekki… bara alls ekki, því ég veit alveg hvernig Sunnu líður…
Núna er ég með sjóðandi samviskubit yfir hvernig að ég fór með Sunnu þegar ég var með Ómari, en ég vil ALLS ekki eyðileggja samband Sunnu&Nonna…. ekki meðan þeim líður vel…
En er einhver hérna sem hefur lent í svona aðstæðum??
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá