Þannig er mál með vexti að það var strákur í bekknum mínum þegar við vorum í 7unda bekk og ég er núna í 10unda bekk, en allavega hann flutti þegar við vorum að klára 7unda bekk og ég gleymdi honum bara, en núna í sumar var ég úti á spáni, og hann líka, ég varð soldið feimin fyrst en við vorum þarna í 3 vikur, þannig að ég fór nú að tala við hann þegar við vorum búin að vera þarna í c.a 5 daga.
Þegar við komum heim þá héldum við áfram að tala saman en bara í gegnum sms, og ég varð soldið hrifin af honum, en ég held að hann sé akkúrat ekkert hrifinn af mér! :( Getur maður eikkað gert í því án þess að vera OF áköf?
Sko ég á heima í Reykjavík en hann býr á borgarnesi, soldið langt á milli, en allavega þá ræður maður ekkert hvern maður elskar, þetta er bara tilfinning. Er þetta kannski of langt á milli okkar fyrir samband, meðan við erum bara 15 ára?
Þúst ég er alltaf að hugsa, neij ég ætla ekki að senda honum SMS í dag því að ég talaði við hann í gær og þá heldur hann að ég sé að ofsækja sig, er þetta rétt hugsun? og strákar, hvernig mynduð þið vilja láta höstla ykkur?

P.S sorry, ég er gekt léleg í stafsetningu því að ég lærði ekki að skrifa íslensku fyrr en ég 4 bekk ;( því ég bjó ekki hérna heima…..
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá