Ég veit ekki hvort þetta ætti að vera hérna inná kynlífi en..
Þannig er mál með vexti að ég á vinkonu sem er rétt að verða 16 ára í desember og hún er búin að vera með kærastanum sínum,sem verður 18 ára í desember, í rúmt ár. Og undanfarna mánuði hefur hann verið að lemja hana. Fyrst gerðist það bara á fylleríum en svo er það farið að aukast og þetta gerist nánast í hvert skipti sem þau rífast(sem er dáldið oft) Og hún fer alltaf frá honum en svo byrja þau saman aftur eftir örfáa daga.
Við vinkonurnar höfum reynt að segja henni að koma sér frá honum sem fyrst því þetta eigi eftir að aukar enn meira og gæti eitthvað hættulegt jafnvel gerst. En hún segir bara jájá og tekur ekkert mark á því sem við ráðleggjum henni að gera, því hún segir að við skiljum þetta ekki því við höfum ekki lent í þessu.
Hún segist elska hann og að hann elski hana.. En hvernig má það vera að manneskja sem elskar aðra manneskju ber hana með jöfnu millibili??
Getur einhver komið með ráð hvað ég gæti kannski gert til að reyna að hjálpa henni og sjá að þetta er ekki rétt?